Íslensk guðsþjónusta sun 25. sept kl.14 og fleira

Fyrsta guðsþjónusta haustmisseris í Gautaborg er um næstu helgi:

Íslensk guðsþjónusta í Västra Frölunda kirkjusunnudaginn 25. sept. kl. 14.00 

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Orgelleik annast Tómas Guðni Eggertsson. Prestur er Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Minni einnig á bókaþingið í „Svenska mässan” í Gautaborg um helgina (fim. 22. sept til sun. 25. sept.) Íslenskir bókaútgefendur eru með sýningarbásinn C03.39. Rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínevudóttir taka þátt í umræðu og kynningu á bókum sínum á þinginu.

Barna- og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 1. október kl. 11.00

Nánar auglýst síðar.

Íslenski kórinn í Gautaborg æfir alla mánudaga kl. 18.30 í safnaðarheimili V-Frölundakirkju. 

Áhugasamir hafi samband við Ingibjörg Gísladóttur s. 070 563 86 05.

Spaka hornið:

„Hægðu ferðina og njóttu lífsins. Þú missir ekki aðeins af útsýninu ef þú ferð of hratt – þú missir líka tilfinninguna fyrir því hvert þú ert að fara og hvers vegna.“  Eddie Cantor, 1892-1964

„Lífið má aðeins skilja aftur á bak en því verður að lifa fram á við“ Sören Kierkegaard, 1813-1855

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu. 

Styrktarframlög eru vel þegin inn á söfnunarreikning íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *