Barnastarf laugardag 1. okt. kl. 11

Barna- og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 1. október kl. 11.00

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. 

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Næsta guðsþjónusta verður sunnudaginn 23 október kl. 11 (ath tímasetningu) í Þýsku kirkjunni og verður sameiginleg með öðrum erlendum söfnuðum í Gautaborg. Nánar auglýst síðar.

Íslenski kórinn í Gautaborg æfir alla mánudaga kl. 18.30 í safnaðarheimili V-Frölundakirkju. 

Áhugasamir hafi samband við Ingibjörgu Gísladóttur s. 070 563 86 05.

Spaka hronið:

„Lífið er í raun einfalt. En við heimtum að gera það flókið.“  (Konfúsíus 551-479 f Kr.)

„Viss andstaða getur verið manni til mikillar hjálpar, flugdrekar lyfta sér móti vindinum, ekki með honum.“  (Ók)

„Hryggð, vonbrigði, mistök – lærðu af þeim og slepptu síðan.“ (Pam Brown 1924-2014)

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu. Styrktarframlög eru vel þegin inn á söfnunarreikning íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62. Margt lítið gerir eitt stórt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *