Sæl verið þið! Það er ánægjulegt að við getum byrjað að hittast á ný eftir langt tímabil með samkomutakmörkunum.
Í íslenska kirkjustarfinu í Gautaborg er þetta tvennt á dagskrá um helgina:
Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 11.00
Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.
Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Verið velkomin í íslenska guðsþjónustu í Västra Frölunda kirkju sunnudaginn 27. febrúar kl. 14.00.
Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórnannast Lisa Fröberg. Prestur er Ágúst Einarsson.
Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimilinu.
Vorstarfið 2022 í Västra Frölunda kirkju í Gautaborg.
Athugið að dagsetningar eru svolítið breyttar frá fyrri áætlun.
Barnasamverur og guðsþjónustur í Gautaborg:
Lau. 12. mars Barnastarf kl. 11.
Lau. 26. mars Barnastarf kl. 11.
Sun. 27. mars Sameiginleg gþj. með Västra Frölunda söfnuði kl. 11.00
Lau. 23. apríl Barnastarf kl. 11.
Mán. 18. apríl Guðsþjónusta kl. 14 í Västra Frölunda kirkju, annan dag páska.
Lau. 7. maí Barnastarf kl. 11.
Sun. 15. maí Guðsþjónusta kl. 14. Í Västra Frölunda kirkju.
Aðalfundur kirkjustarfsins eftir guðsþjónustu.
Bestu kveðjur, Ágúst
Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS). Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69.