17. júní hátíðahöld í Gautaborg

Þjóðhátíðardagurinn

  1. júní hátíðahöld í Gautaborg

Útihátíð verður mánudaginn 17. júní kl. 17 (ath tímasetningu) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju.

Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin.  Útlit er fyrir mjög gott veður.

Á dagskrá: Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg.  Almennur söngur, Ingvar og Júlli spila og syngja, fjallkonan flytur ljóð, Christina ræðismaður flytur ávarp … og leikir og kátína í fögru umhverfi.

Sölubíll frá Grimsis verður á staðnum og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti.

Verið velkomin!

Hæ, hó og jibbí jei!

Þjóðhátíðarnefndin

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *