Fermingarfræðsla í Svíþjóð, skráning stendur yfir

Íslensk fermingarfræðsla í Svíþjóð – haustið 2019

Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur stendur yfir. Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.com til að fá skráningarblað sent til baka.

Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum og auk þess notum við skype-samtöl og tölvupóst til að vera í tengslum.

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 4.- 6. okt. 2019. Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg á föstudegi. Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Þangað koma einnig unglingar frá Danmörku og Noregi. Við búumst við rúmlega 50 unglingum á mótið og um 15 fullorðnir verða með til að  hafa umsjón með hópnum.

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Einnig er boðið upp á skype-kennslutíma fyrir þá sem ekki komast í kennslustundir tengdar íslensku helgihaldi.

Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, helgina 8 – 10. maí 2020. Það er valfrjálst hvort fermingin fari fram í Svíþjóð eða á Íslandi.

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu í vetur þurfa að skrá sig sem fyrst eða fyrir 15. september. Vinsamlega hafið samband á kirkjan@telia.com og einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 070 286 39 69.

 

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð.

P.s. Hér er auglýsing sem ég var beðinn að koma á framfæri:

Íbúð eða herbergi óskast til leigu

Ég heiti Sævar ÓIi Valdimarsson og ég er að flytja til Svíþjóðar í haust til að hefja masters nám í tölvunarfræði við Chalmers. Ég er því að leita að íbúð eða herbergi í Gautaborg eða nágrenni sem ég get leigt. Námið mun taka 2 ár og langtíma leiga út þann tíma væri best. En ég líka til í styttri leigu (nokkra mánuði) sem ég get notað til að finna langtímalausn á húsnæðismálum.

Leigan sem er ég að spá í er kringum 5000-6500 sek á mánuði en ég tilbúinn að ræða frekar.

Ég reyki ekki.

 

Smá um mig

Ég 22 ára og kem frá Skagafirði. Síðastliðið árið hef ég verið að vinna til að fá reynslu af vinnumarkaðinum og til að fá hlé frá náminu.

Ég eyði mest af frítíma mínum í lestur en af og til fer ég í göngutúra eða æfi að teikna.

 

Tölvupóstur: sabbisun@gmail.com

Farsími: 00354-894-8194

—-

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *