Sæl verið þið
Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sun. 29. september kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: Haustvísur til Maríu e Atla Heimi Sveinsson og Músikulof (söng frá 18 öld). Efni predikunar, Rithöfundurinn C.S. Lewis og kjarni kristinnar trúar. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!
Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.00 sama dag og fundur með foreldrum fermingarbarna kl. 12.45.
Íslenska kirkjustarfið í Gautaborg á haustmisseri.
Lau. 5. okt. Barna- og fjölskyldusamvera í safnaðarheimilinu kl. 11.
Lau. 19. okt. Barna- og fjölskyldusamvera í safnaðarheimilinu kl. 11.
Sun. 20 okt. Guðsþjónusta í Þýsku kirkjunni kl. 11.
Lau 9. nóv. Barna- og fjölskyldusamvera í safnaðarheimilinu kl. 11.
Lau. 23. nóv. Barna- og fjölskyldusamvera í safnaðarheimilinu kl. 11.
Sun. 8. des. Aðventuhátíð kl. 14.
Annan dag jóla 26. des. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Bestu kveðjur, Ágúst
Ljóðahornið
Góðum mönnum gefin var
sú glögga eftirtekt.
Að finna líka fegurð þar,
sem flest er hversdagslegt.
Jóhanna Kristjánsdóttir frá Kirkjubóli
Sé takmark þitt hátt,
þá er alltaf örðug för,
sé andi þinn styrkur,
þá léttast stríðsins kjör.
Sé merkið hreint,
sem hátt og djarft þú ber,
snýr hindrun sérhver aftur,
sem mætir þér.
Jón Trausti
Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS). Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69.
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.
Heimasíða: www.kirkjan.se