Íslenskt barnastarf og guðsþjónusta helgina 27 og 28 janúar

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 27. jan. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkju sun. 28. jan. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast hljóðfæraleik. Kórinn flytur: Okkur kært, úr Frost, útsettning eftir Klas Hjortstam og Máttur kærleikans eftir Mozart, íslenskur texti Böðvar Guðmundsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Starfið framundan: 

Næsta samvera í barnastarfi þar-á-eftir verður lau. 24. febr. kl. 11 og guðsþjónusta sömu helgi sun. 25. febr. kl. 14.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *