Engin samvera í íslenska barnastarfinu lau. 15. janúar

Sæl verið þið!

Enn á ný eru erfiðir tímar vegna Kóvít-smitsins sem nú gýs upp að nýju, hér í Gautaborg sem og annars staðar.

Við höfum því ákveðið að fresta því að byrja barnastarfið okkar, sem þýðir að því miður að verður engin samvera næstu helgi (lau.15 jan.).  

Við ráðgerum eftir sem áður að hefðbundið safnaðarstarf verði samkvæmt áætluninni hér að neðan. 

Upphaf barnastarfsins verður nánar auglýst síðar, við athugum hvort staðan verður betri eftir 2 vikur. 😉

Vetrar- og vorstarfið 2022 í Västra Frölunda kirkju í Gautaborg.

Yfirlit starfseminnar:

Barnasamverur og guðsþjónustur í Gautaborg:

Lau. 29. jan. Barnastarf kl. 11.

Sun. 30. jan. Guðsþjónusta kl. 14. Í Västra Frölunda kirkju.

Lau. 12. febr. Barnastarf kl. 11.

Lau. 26. febr. Barnastarf kl. 11.

Sun. 27. febr. Guðsþjónusta kl. 14. Í Västra Frölunda kirkju.

Lau. 12. mars Barnastarf kl. 11.

Lau. 26. mars Barnastarf kl. 11.

Sun. 27. mars Sameiginleg gþj. með Västra Frölunda söfnuði kl. 11.

Lau. 9. apríl Barnastarf kl. 11.

Lau. 23. apríl Barnastarf kl. 11.

Sun. 10. apríl Guðsþjónusta kl. 14. Í Västra Frölunda kirkju á pálmasunnudegi.

Sun. 15. maí Guðsþjónusta kl. 14. Í Västra Frölunda kirkju.

Bestu kveðjur, Ágúst

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *