Um þetta leyti árs höfum við árlega efnt til sameiginlegrar guðsþjónustu með öðrum erlendum söfnuðum í Gautaborg. Vegna Covid19-fjöldatakmarkana verður guðsþjónustan að þessu sinnieingöngu á netinu og hægt að tengast með því að fara inn á vefslóðina hér að neðan.
Guðsþjónustan er tengd degi Sameinuðu þjóðanna og nú eru SÞ á þeim tímamótum að 75 ár eru liðin frá stofnun þeirra og jafnframt lokum síðari Heimstyrjaldar.
Guðsþjónustan verður sunnudaginn 18 október kl. 11.00 og einnig er hægt að fara inn á vefslóðina eftir þann tíma. Sjá:
Christoph Gamer predikar, Magnús Kjellson leikur á orgel og Lisa Fröberg syngur sálma.
Á heimasíðunni er messuskrá en á upptökunni eru textar lesnir á ýmsum tungumálum þ á m íslensku, en predikunin er á sænsku.
P.S. Dagskrá íslenska kirkjustarfsins verður auglýst viku fyrir viku en eftirfarandi er ráðgert á haustmisseri:
Lau. 24 október Barnastarf kl. 11
Sun. 8 nóvember Guðsþjónusta kl. 14
Lau. 14 nóvember Barnastarf kl. 11
Lau. 28 nóvember Barnastarf kl. 11
Helgihald á aðventu verður auglýst er nær dregur.
Bestu kveðjur, Ágúst
Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69.
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.