Barnastarf lau 10 okt kl. 11 og annað framundan

Barnastund og fjölskyldusamvera sem verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 10. okt. kl. 11.00

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!   

– Á sóttvarnartímum höldum við fjarlægð og gerum aðrar ráðstafanir sem ráðlagðar eru til að draga úr smithættu. –

Spaka hornið:

”Lengsta ferðalagið er inn á við.”   Dag Hammarskjöld

”Og hvort sem þig rekur á bátkænu gegnum lífið eða teymir hest upp brattann á gamals aldri, er sérhver dagur ferðalag, og ferðin sjálf heimili þitt.”Basho – þýðing Óskar Árni Óskarsson

”Ég er kominn upp á það 

  • allra þakka verðast –

að sitja kyrr á sama stað,

og samt að vera´ að ferðast”

Jónas Hallgrímsson – ”Sparnaður”

”Þegar ég geng með þér finnst mér ég hafa blóm í hnappagatinu.” W.H.Thackeray

P.S.  Dagskrá íslenska kirkjustarfsinsverður auglýst viku fyrir viku en eftirfarandi er ráðgert á haustmisseri:

Lau. 24 október Barnastarf kl. 11

Sun. 8 nóvember Guðsþjónusta kl. 14

Lau. 14 nóvember Barnastarf kl. 11

Lau. 28 nóvember Barnastarf kl. 11

Helgihald á aðventu verður auglýst er nær dregur.

Bestu kveðjur, Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *