Barnastarf, menningarkvöld og aðventuhátíð

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Börnin fá bók sem heitir: ”Kærleiksbókin mín”.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

 

Menningar- og fræðslukvöld 

fimmtudaginn 28 nóvember kl 19 

í safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju í Gautaborg

Efni:

„Á tánum“ 

Katrín Hall, listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar, 

segir frá starfi sínu og listsköpun í máli og myndum.

Kaffi og kleinur

Verið velkomin!

Nefndin.

 

Aðventuhátíð verður sunnudaginn 1. desember kl. 14.00 í Västra Frölundakirkju í Gautaborg.

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn Lisa Fröberg.Einsöng flytur Herbjörn Þórðarson. Barnakórinn syngur undir stjórn Ingiríðar og Ingibjargar. Ingvar og Júlíus flytja tónlist.  Hugleiðingu flyturHelga Soffía Konráðsdóttir prófastur og Ágúst Einarsson stýrir dagskrá.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu þar sem Helga Soffía flytur ávarp og svarar fyrirspurnum.

Verið velkomin!

Dagskráin framundan, dagsetningar og tími, nánar auglýst síðar

Sun 15 des. kl. 11.00 Tónlistarguðsþjónusta í þýsku kirkjunni á aðventu. Íslenski kórinn syngur undir stjórn Lisu Fröberg.

Þri 17 des. kl. 17.30 „Julsång i City” í Dómkirkjunni, Íslenski kórinn syngur

Miðv. 25 des. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta í Västra Frölundakirkju kl. 14.00

Mán. 6 jan 2020 Jólaball kl. 14 -16 äi safnaðarheimili Västra Frölundakirkju.

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *