Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 9. nóvember kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Börnin fá bók sem heitir: ”Kærleiksbókin mín”.Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 14.00
Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn Lisa Fröberg. Altarisganga. Prestur er Ágúst Einarsson. Barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.
Verið velkomin!
Menningar- og fræðslukvöld fimmtudaginn 28 nóvember kl 19
í safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju í Gautaborg
Efni: „Á tánum“
Katrín Hall, listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar, segir frá starfi sínu og listsköpun í máli og myndum. Nánar auglýst síðar. Kaffi og kleinur.Verið velkomin!
Nefndin.
Dagskráin framundan, dagsetningar og tími:
Lau. 23 nóv. Kirkjuskóli kl. 11
Fim 28 nóv. Menningar- og fræðslukvöld kl. 19
Sun. 1 des. Aðventuhátíð kl. 14
Miðv. 25 des. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Mán. 6 jan 2020 Jólaball kl. 14 -16
Aðrir viðburðir:
Aðventutónleikar Íslenska kórsins í GB miðv 4. des kl. 17.30
Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com