Barnastarf 12. okt og menningarkvöld 24. okt m. m.

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 12. október kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Börnin fá bók sem heitir: ”Kærleiksbókin mín”.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Menningar- og fræðslukvöld 

fimmtudaginn 24 október kl 19 

í safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju.

Efni:

Frá Austurlandi til Gautaborgaróperunnar! 

Herbjörn Þjórðarson, óperusöngvari, segir frá lífi sínu og söngferli í tali og tónum. 

Stutt kynning:

Herbjörn Þórðarson er fæddur og uppalinn á Íslandi. Hann hefur numið söng meðal annars við Óperustúdió Austurlands og í Piteå í Svíþjóð. Síðustu 11 árin hefur hann sungið í kór Gautaborgaróperunnar. Herbjörn hefur sungið mörg minni einsöngshlutverk á sviði Óperunnar í Gautaborg á þessum árum.

Verið velkomin!

Dagskráin framundan, dagsetningar og tími, allt nánar auglýst síðar

Sun. 20 okt. Guðsþjónusta erl safnaða kl. 11 í Þýsku kirkjunni

Fim 24 okt    Menningar- og fræðslukvöld kl. 19

Lau. 26 okt.  Kirkjuskóli

Lau. 9 nóv.   Kirkjuskóli

Sun. 10 nóv. Guðsþjónusta

Lau. 23 nóv.Kirkjuskóli

Fim 28 nóv.  Menningar- og fræðslukvöld kl. 19

Sun. 1 des.    Aðventuhátíð

Miðv. 25 des. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta

Mán. 6 jan 2020 Jólaball kl. 14 -16

Aðrir viðburðir:

Aðventutónleikar Íslenska kórsins í GB  miðv 4. des kl. 17.30

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *