Barnastarf og guðsþjónusta 27 og 28 apríl

Sæl öll

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 27. apríl kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju

sunnudaginn 28. apríl kl. 14.00

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik annast Tony Sjöström. Elísabet Einarsdóttir syngur einsöng. Prestur er Ágúst Einarsson. Barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

Spaka hornið

Leyndardómur lífsins er:

  1. … stjörnuhimininn óendanlegi,
  2. … þegar þú horfir djúpt í augu barnsins þíns eða annarrar persónu sem þú elskar.
  3. … og allt þar á milli.

Mikilvægt í lífinu er – barnslegt hugarfar, undrun og eftirvænting!

Bestu kveðjur,  Ágúst

Kirkjustarfið framundan á vormisseri:

10 til 12 maíFermingarmót á Ah stiftgard

Sun. 9 júní  Guðsþjónusta kl. 14.  Hvítasunnudagur, ferming

Þjóðhátíðardagurinn 17 júní kl. 17.00Hátíðardagskrá, útihátíð, fjallkona, ávarp, kórsöngur og almennur söngur, gleði og gaman!

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *