17. júní í Gautaborg

Þjóðhátíðardagurinn

  1. júní hátíðahöld í Gautaborg

Útihátíð verður sunnudaginn 17. júní kl. 14 (ath tímasetningu) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju.

Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin.  Útlit er fyrir mjög gott veður.

Á dagskrá: Almennur söngur, Ingvar og Júlli spila og syngja, fjallkonan flytur ljóð, Christina ræðismaður flytur ávarp… og leikir og kátína í fögru umhverfi.

Sölubíll frá Grimsisverður á staðnum og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti. Einnig er hægt að kaupa kryddlegið lambakjöt tilbúið beint á grillið! (… eða til að taka með heim og grilla). Val er um kótilettur, lærissneiðar eða lundir. Öruggast er að panta fyrirfram í síma 0733 28 94 61 eða á info@grimsis.sei síðasta lagi föst. 15/6.

Verið velkomin!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *