Aðventuhátíð sun. 3. des kl. 14 í Gautaborg

Aðventuhátíð verður haldin sunnudaginn 3. desember kl. 14.00 í

Västra Frölundakirkju. Fjölbreytt aðventudagskrá.

Tónar aðventu í máli og söng. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn; Lisa Fröberg. Herbjörn Þórðarsson syngur einsöng. Erik Mattisson leikur á trompet. Barnakórinn í Gautaborg syngur, stjórnendur Guðrún María Guðjónsdóttir og Berglind Ragnarsdóttir, sem einnig syngur einsöng. Ingvar Gunnarsson og Júlíus Sigmundsson flytja tónlist. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur flytur hugvekju. Prestur er Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi á eftir.

Verið velkomin!

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *