Kaffi og spjall samvera á miðv. kl. 14 og barnastarf á lau. kl. 11

Kaffi og spjall samvera verður miðvikudaginn 22 nóvember kl. 14

í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju

Við hittumst og á dagskrá er einfaldlega ”kaffi og spjall”.

Umsjón hefur Guðný Ása Sveinsdóttir

(gudny.sveinsdottir@bredband2.com sími 070 798 04 36)

Ef þú átt lausa stund á miðvikudag og vilt hitta aðra Íslendinga

er upplagt að koma á þessa samverustund.

Verið velkomin!

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.

Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

 

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *