Barnastarfið lau. 29. okt í Gautaborg

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 29. október kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Verið velkomin!

# Guðsþjónustur framundan:

Sunnudaginn 27. nóvember: Aðventuhátíð í V-Frölunda kl. 14. Tónar aðventu, kórsöngur, einsöngur, hljómsveit, hljóðfæraleikur…

Jóladag 25. desember: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.

# Kirkjuskóli og fjölskyldusamverur verða einnig:

Laugardaginn 12 nóvember kl. 11.00

Laugardaginn 26 nóvember kl. 11.00

Heilræði

–         Af öllu sem þú klæðist er mikilvægast hvernig þú tjáir þig.

–         Hamingja líf þíns byggir á gæðum hugsana þinna.

–         Þyngsta byrðin sem þú getur borið er gremjan.

–         Það eina sem þú getur gefið og haldið í senn er loforð þitt.

–         Hið eina sem ekki er hægt að endurvinna er tíminn.

Bestu kveðjur,  Ágúst

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *