Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 21. janúar kl. 11.00.
Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.
Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.
Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusunnudaginn 22. janúar kl. 14.00
Þema: Tíminn og trúin. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Flutt verða:
Heill þér himneska orð, Lag: Gabriel Fauré, Texti: Böðvar Guðmundsson.
Hymn, Lag: W A Mozart, Texti: Kristinn Jóhannesson.
Okkur kært úr kvikmyndinni „Frosinn II“, Lag: Robert Lopez og Kristen Anderson-Lopez. Texti Haraldur G. Haraldsson.
Orgelleik annast Lisa Fröberg. Prestur er Ágúst Einarsson.
Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.
Verið velkomin!
Spaka hornið:
„Menn mun aldrei skorta undur og furðuverk, einungis hæfileikann til að undrast.“ G.K.Chesterton (1874-1936)
„Við erum það sem við þykjumst vera, svo að við verðum að vanda okkur við það sem við þykjumst vera.“ Kurt Vonnegut
„Byrjaðu á því að gera það sem er nauðsynlegt, síðan það sem er mögulegt og allt í einu geturðu gert hið ómögulega.“ St Francis of Assisi (1181-1226)
Bestu kveðjur, Ágúst