Barnasamvera 7 maí kl. 11 í Gautaborg

Sæl verið þið! 

Barna- og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 7. maí kl. 11.00 (sú síðasta fyrir sumarhlé)

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. 

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Vorstarfið framundan í Västra Frölunda kirkju í Gautaborg.

Sunnudaginn 15. maí verður vorhátíðarguðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju kl. 14.00.  Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Kórstjórn og einsöngur Daniel Ralphsson. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Fermd verða: Hekla Katrín Kristensdóttir, Herdís Klara Björnsdóttir og Nökkvi Dagur Eyþórsson. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimili, þar sem aðalfundur kirkjustarfsins verður einnig í framhaldi.

Föst. 17. júní kl. 17 Hátiðarsamvera útivið í fögru umhverfi við safnarheimilið.  Nánar auglýst síðar.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *