Hátíðarguðsþjónusta annan páskadag

Verið velkomin í íslenska hátíðarguðsþjónustu í Västra Frölunda kirkju í Gautaborg, annan páskadag, mánudaginn 18. apríl kl. 14.00.  

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Herbjörn Þórðarson syngur einsöng. Barn borið til skírnar. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimili.

Vorstarfið framundan í Västra Frölunda kirkju í Gautaborg.

Barnasamverur og guðsþjónustur í Gautaborg:

Lau. 23. apríl Barnastarf kl. 11.

Föst. 29. apríl til sun. 1. maí Fermingarmót á ÅH-stiftgård.

Lau. 7. maí Barnastarf kl. 11.

Sun. 15. maí Guðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju kl. 14. Ferming í guðsþjónustunni. 

Aðalfundur kirkjustarfsins eftir guðsþjónustu.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *