Upphaf vetrarstarfs í Gautaborg

Nú fer hefðbundið vetrarstarf í gang í Gautaborg. Barna- og fjölskyldusamverur eru ráðgerðar hálfsmánaðarlega og guðsþjónustur einu sinni í mánuði. Vegna Covid-19 höldum við fjarlægð og takmörkun á fjölda sem hittist miðast við 50 manns.

Barna- og fjölskyldusamverur eru ráðgerðar kl. 11 á neðri hæð safnaðarheimilis V-Frölundakirkju laugardagana:

12. og 26. september, 10. og 24. október, 14. og 28. nóvember.

Guðsþjónustur verða í safnaðarheimili Västra Frölundakirkju sunnudagana:

27. september og 8. nóvember kl. 14.

Guðsþjónustur á aðventu og jólum verða auglýstar er nær dregur.

Västra Frölunda kirkja er lokuð vegna viðgerða fram í apríl 2021 og þess vegna fara guðsþjónustur fram í safnaðarheimilinu í vetur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *