Jólahelgistund á Þorláksmessu í Lundi í Svíþjóð

Jólahelgistund verður í S:t Hans kirkju í Norra Fäladen í Lundi á Þorláksmessu mán. 23. des. kl. 17.00.

Hugleiðum boðskap jólahátíðar í tali og tónum á helgistund með allri fjölskyldunni.

Íslenski kórinn í Lundi syngur undir stjórn Ásgeirs Guðjónssonar.

Anna Stefánsdóttir leikur á píanó. Hildur Ylfa og Katrín Una Jónsdætur leika á víólur.

Prestur er Ágúst Einarsson.

Verið velkomin!

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *