Íslenskt barnastarf lau. 19. jan. og guðsþjónusta sun. 20. jan.

Sæl öll

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 19. janúar kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Börnin fá bók og mynd til að líma inn í hvert skipti sem komið er.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju

sunnudaginn 20. janúar kl. 14.00

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn Lisa Fröberg. Altarisganga. Prestur er Ágúst Einarsson. Barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Bestu kveðjur,  Ágúst

Kirkjustarfið á vormisseri:

Lau. 2 febr.   Kirkjuskóli

Lau. 23 febr.Kirkjuskóli

Sun. 24 febr. Guðsþjónusta, aðalfundur

Lau. 9 mars   Kirkjuskóli

Lau. 23 mars Kirkjuskóli

Sun. 24 mars Guðsþjónusta með V Frölunda

Lau. 6 apríl   Kirkjuskóli

Lau. 27 aprílKirkjuskóli

Sun. 28 apríl Guðsþjónusta

10 til 12 maí Fermingarmót á Ah stiftgard

Lau 8. Júní    Ferming í Lundi

Sun. 9 júní    Guðsþjónusta Hvítasunnudagur, ferming

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *