Aðventuhátíð sun 2 des kl. 14 í Gautaborg

Sæl öll!

Aðventuhátíð verður sunnudaginn 2 desember kl. 14.00 í Västra Frölundakirkju í Gautaborg.

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn Lisa Fröberg. Einsöngur og trompetleikur; Herbjörn Þórðarson og Erik Mattisson. Barnakórinn syngur. Berglind Ragnarsdóttir og Guðbjörg Guðnadóttir syngja einsöng. Ingvar og Júlíus flytja tónlist.

Hugleiðingu flytur Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur.

Prestur er Ágúst Einarsson.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu þar sem Helga Soffía flytur ávarp og svarar fyrirspurnum.

Verið velkomin!

Jólatónleikar Íslenska kórsins verða í Västra Frölunda kirkju fimmtudaginn 6. desember kl. 18.30. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg. Barnakórinn í Gautaborg syngur nokkur lög. Jólastemmning, piparkökur og glögg. Aðgangseyrir 100.- Frítt fyrir börn og nema.

 

Julsång í City í Dómkirkjunni

Íslenski kórinn í Gautaborg tekur þátt og syngur miðvikudaginn 19. des. kl. 17.30.  Ath. nauðsynlegt að mæta tímanlega til að fá sæti.

 

Kirkjustarfið framundan:

Þri. 25 des.                Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta. Kl. 14

Elísabet Einarsdóttir syngur einsöng

Sun. 6 jan 2019        Jólaball kl. 14

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum til kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *