Barnastarf á lau og samkirkjuleg gþj á sun

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 20. október kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Börnin fá bók og mynd til að líma inn í hvert skipti sem komið er.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

 Samkirkjulega guðsþjónusta í Þýsku kirkjunni (Norra Hamngatan 16, 411 14 Göteborg) sun. 21. okt. kl. 11.00. Erlendir söfnuðir sameinast um guðsþjónustu einu sinni á ári. Íslenska kirkjustarfið tekur þátt og m. a. syngja Ingvar og Júlíus. Kirkjukaffið einnig með íslensku ívafi því Birna kemur með nýbakaðar kleinur að venju. Verið velkomin!

 

Kirkjustarfið framundan:

Lau. 10 nóv.              Kirkjuskóli kl. 11

Sun. 11 nóv.              Guðsþjónusta kl. 14

Lau. 24 nóv.              Kirkjuskóli kl. 11

Sun. 2 des.                Aðventuhátíð kl. 14

Þri. 25 des.                Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta. Kl. 14

Sun. 6 jan 2019        Jólaball kl. 14

 

Spaka hornið

 

# „Þú er hygginn ef þú trúir aðeins helmingi þess sem þú heyrir, en vitur þegar þú veist hvorum helmingnum skal trúa.“  Ók. höf.

# „Það er furðulegt hve mikið við þurfum að vita áður en okkur verður ljóst hve lítið við vitum.“ Ók. höf.

# „Viska er sá hæfileiki, að geta skoðað málið frá fleiri hliðum.“  Verner von Heidenstam, sænskur rithöfundur.

# „Það er miklu auðveldara að hafa vit fyrir öðrum en sjálfum sér.“ La Rochefocault, franskur heimspekingur.

 

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum til kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *