Barnastarf lau. 3 febr. kl. 11

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.

Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Það er líf og fjör í kirkjuskólanum, síðast voru þáttakendur 19 börn og 14 fullorðnir.

Spaka hornið

  1. „Gerðu þér bústað sem næst jörðu. Búðu hugsun þinni hógværan búning. Semdu ætíð af örlæti og sanngirni. Stjórnaðu án þess að ráðskast. Starfaðu þér til ánægju. Vertu heill og allur/öll heima hjá þér.“  Taó Te Tsjing
  2. „Guð gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, hugrekki til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“  William James (1842-1910)
  3. „sá einn er glaður/glöð sem er sáttur/sátt við sjálfa/n sig. Leitaðu sáttar, ekki fullkomnunar.“ Höf óþekktur

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 25. febr. n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja starfsemina. Á fundum nefndarinnar er ljúffeng súpa og brauð á boðstólnum og margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

Dagskráin framundan:

Kaffi og spjall samvera verður miðvikudaginn 28 febrúar kl. 14

í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju. Við hittumst og á dagskrá er ”kaffi og spjall”.  Umsjón hefur Guðný Ása Sveinsdóttir (gudny.sveinsdottir@bredband2.com eða sími 070 798 04 36)

Ef þú átt lausa stund og vilt hitta aðra Íslendinga er upplagt að koma á þessa samverustund.

Verið velkomin!

Barnastarfið

Lau. 24 febr. kl. 11 Kirkjuskóli

Lau. 10 mars kl. 11 Kirkjuskóli

Lau. 24 mars kl. 11 Kirkjuskóli

Lau. 14 apríl kl. 11 Kirkjuskóli

Lau. 28 apríl kl. 11 Kirkjuskóli

Guðsþjónustur

Sun 25 febr. kl. 14. Guðsþjónusta, aðalfundur

Sun 18 mars kl. 11. Guðsþjónusta, sameiginleg með V Frölunda söfnuði

Sun 22 apríl kl. 14. Guðsþjónusta, sendiherra Íslands í heimsókn

Sun 20 maí kl. 14. Guðsþjónusta, ferming, hvítasunnudagur

  1. júní  Útihátíð í Västra Frölunda kl. 14.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *