Kirkjuskólasamvera á laugardag, fermingarfræðsla og fl.

Nú hefst safnaðarstarfið eftir sumarhlé:

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 9. september kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Næstu barnasamverur eru ráðgerðar 23.sept., 14 okt., 28 okt., 11 nóv. og 25 nóv. 

Íslenskar guðsþjónustur verða sun. 1 okt. Kl. 14  og síðan 12 nóv., 3 des. og 25 des.

Fermingarfræðsla í Svíþjóð – haustið 2017  Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur stendur yfir. Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.com  til að fá skráningarblað sent. Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum og auk þess notum við skype-samtöl og tölvupóst til að vera í tengslum. Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 6.-8. okt. 2017.  

Bestu kveðjur, Ágúst

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *